Það er mikilvægt að huga að góðum lífsstíl og gott er að setja sér auðveld og viðráðanleg markmið sem tekin eru í skrefum og tileinka sér hvert skref vel. Þá eru meiri líkur á að lífsstílinn verði að vana og að við náum árangri til lengri tíma.
Með því að huga að næringu í byrjun dags byggjum við okkur upp fyrir daginn og tökumst betur á við þau verkefni sem bíða okkar. Það er mikilvægt að huga að fjölbreyttri næringu sem inniheldur trefjar, prótein, fitu og vítamín.
Við elskum að byrja daginn á góðum og hollum Collagen + Chia graut – svo er hann líka mjög góður sem millimál yfir daginn.
1/2 dl chia fræ
1 msk Feel Iceland kollagen
1-1,5 dl vatn
1/4 tsk sjávarsalt
1/2 tsk kanill
2 msk grískt jógúrt
3 msk bláber
Blandið chia fræum, Feel Iceland kollagen dufti og salti saman í skál ásamt vatni og látið standa í nokkrar mínútur. Gott er að hræra í skálinni af og til. Grískt jógúrt, bláber og kanill er sett ofaná eða blandað saman við grautinn.
Njótið!
Næringargildi í einni skál (250 g):
Hitaeiningar
Fita 13,0 g
Þar af mettuð fita 3,5 g
Kolvetni 7,5 g
Þar af sykur 1,4 g
Trefjar 9,0 g
Prótein 16,0 g
Salt 0,75 g
228 kkal
51%
0,9%
13%
0,02%
9,0 g
28%
0,75 g