Kollagenið frá Feel Iceland er unnið úr villtum íslenskum fiski, nánar tiltekið fiskroði af þorski og ýsu. Kollagenið er vatnsrofið með sýrum og ensímum til þess að minnka stærð mólikúlanna til þess að mannslíkaminn nái betri upptöku á kollageninu. Engin erfðabreytt efni eru notuð í framleiðsluferlinu og engum efnum er bætt við kollagenið sem er alveg hreint prótein. Í dag er Feel Iceland kollagenið framleitt hjá einum færasta kollagenframleiðanda heims sem býr yfir áratugareynslu og er staðsettur í Kanada.
Ástæðan fyrir því að við látum framleiða fyrir okkur í Kanada er sú að til þess að geta framleitt kollagen í þeim gæðum sem Feel Iceland gerir kröfur um þarf bæði mjög fullkominn tækjabúnað sem og gríðarlega reynslu við slíka framleiðslu, sem ekki er til staðar á Íslandi í dag. Tækjabúnaður sem notaður er við framleiðsluna okkar hleypur á milljörðum króna og þar sem Feel Iceland er lítið frumkvöðlafyrirtæki er það ekki í stakk búið að opna slíka verksmiðju í dag.
Þar sem við viljum aðeins bjóða upp á hágæðavörur er hver einasta framleiðslulota greind nákvæmlega á framleiðslustað og einnig á vottuðum rannsóknarstofum þriðja aðila. Mjög nákvæm greining er einnig gerð á þungamálmum og örverum til þess að standast ströngustu gæðakröfur.
Hráefnið sem notað er í kollagenið okkar er íslenskt og öll önnur vinnsla á vörunum okkar fer fram á Íslandi og þess vegna fá allar vörur okkar íslenskt upprunavottorð.
Með því að vinna með einum besta kollagenframleiðanda heims uppfyllir Feel Iceland kollagenið strangar kröfur lyfjaskráninga í Japan sem og skráningar í Evrópu og Bandaríkjunum.